Að búa til skandal.

Þótt ég hafi það ekki staðfest þá held ég að það sé enginn barnaleikur að vera bankastjóri, sérstaklega ekki nú á Íslandi. Sjálfur væri ég alveg til í há laun fyrir starfið og ég hefði svo sem ekkert á móti því að skammta mér sjálfur laun. Annars eru laun einstaklinga persónulegt umræðuefni. Ekki myndi ég vilja að fjölmiðlar görguðu fjárhagsstöðu mína út um allan bæ og þá gildir einu um það hvort um væri að ræða lág eða há laun.

Laun bankastjóra eru há en það eru fullt af störfum sem bjóða upp á hærri laun. Bankastjórarnir eru ekki launahæsta fólk Íslands, þeir eru ekki einu sinni nálægt því. Hvað bankastjóra í öðrum löndum varðar þá kíkti ég á laun fyrrum bankastjóra "Bank of America" en sá maður fékk árið 2007 tæpa milljón á hvern klukkutíma sé gert ráð fyrir átta tíma vinnudag.

Mér finnst það ekki óeðlilegt að stjórarnir fái há laun. Þeir hafa klifrað upp á toppinn með því að standa sig vel og enn standa þeir sig með prýði. Launin eru þeirra umbun fyrir hagnaðinn sem þeir skila sínum fyrirtækjum.

Ætlast fólk almennt til þess að bankastjórarnir lækki launin sín vegna þess að þau eru há? Sumir hefðu gott af því að setja sig í spor annarra. Þótt bankastjóri sé með tífalt hærri laun en meðalíslendingur þýðir það ekki að þeim beri að gera eitt né neitt til að réttlæta það. Fyrir Ghanverjum er hinn almenni borgari á Íslandi eins og bankastjóri fyrir okkur. Er ég þá skyldugur til að lækka launin mín?

Mér sýnist markmiðið með þessari frétt vera að búa til skandal í kringum örfáa einstaklinga og að búa til skandal á kostnað annarra finnst mér ljótur leikur.


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kannski kominn tími fyrir gönguferð.

Ég skil ekki hvers vegna ég er ekki löngu búinn að fjárfesta sumarlaununum mínum í Össuri hf. Mér finnst ég alltaf vera að frétta af velgengni félagsins þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki hið sýnilegasta í mínu daglega lífi.

Hvers vegna læt ég ekki verða af þessu? Ég nýt þess að spila fram ævintýramennskuspilinu en er ég virkilega of latur til að taka á mig gönguferð út í banka, vitandi (að minnsta kosti temmilega sannfærður) að ég muni fá ansi góð tímalaun fyrir gönguferðina?

Sjálfur hef ég fyllst þjóðarstolti við það eitt að horfa á Oscar Pistorius hlaupa á íslensku fótunum sínum. Ég myndi gjarnan vilja segjast bakhjarl hans...


mbl.is Hagnaður Össurar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki var það fyrsta furðuhornið.

Sæl og blessuð

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona fyrirbæri lítur dagsins ljós. Ekki er svo langt síðan gömul kona, Zhang Ruifang, komst í fréttirnar vegna síns horns en hún er einnig kínverskt.

Ég gróf aðeins upp um fyrirbærið og mér til undrunar komst ég að því að þetta er þekkt og er alls ekkert einsdæmi.

Tenglarnir eru allir á ensku.

Frétt um Zhang Ruifang á www.dailymail.co.uk

Frétt um Zhang Ruifang á www.odditycentral.com

Fyrirbærið á Wikipediu

Umfjöllun um fyrirbærið á vef NCBI (National Center for Biotechnology Information)


mbl.is Furðulegt horn vex úr höfði manns í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband