7.2.2011 | 21:00
Það er kannski kominn tími fyrir gönguferð.
Ég skil ekki hvers vegna ég er ekki löngu búinn að fjárfesta sumarlaununum mínum í Össuri hf. Mér finnst ég alltaf vera að frétta af velgengni félagsins þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki hið sýnilegasta í mínu daglega lífi.
Hvers vegna læt ég ekki verða af þessu? Ég nýt þess að spila fram ævintýramennskuspilinu en er ég virkilega of latur til að taka á mig gönguferð út í banka, vitandi (að minnsta kosti temmilega sannfærður) að ég muni fá ansi góð tímalaun fyrir gönguferðina?
Sjálfur hef ég fyllst þjóðarstolti við það eitt að horfa á Oscar Pistorius hlaupa á íslensku fótunum sínum. Ég myndi gjarnan vilja segjast bakhjarl hans...
Hagnaður Össurar eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru orð að sönnu. (Má nokkuð bjóða þér umbun?)
En wodddadreng með laun Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar. Það er eitthvað ffffffffáránlegt dæmi sku!
Ólafur Kjaran Árnason, 17.2.2011 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.