Að búa til skandal.

Þótt ég hafi það ekki staðfest þá held ég að það sé enginn barnaleikur að vera bankastjóri, sérstaklega ekki nú á Íslandi. Sjálfur væri ég alveg til í há laun fyrir starfið og ég hefði svo sem ekkert á móti því að skammta mér sjálfur laun. Annars eru laun einstaklinga persónulegt umræðuefni. Ekki myndi ég vilja að fjölmiðlar görguðu fjárhagsstöðu mína út um allan bæ og þá gildir einu um það hvort um væri að ræða lág eða há laun.

Laun bankastjóra eru há en það eru fullt af störfum sem bjóða upp á hærri laun. Bankastjórarnir eru ekki launahæsta fólk Íslands, þeir eru ekki einu sinni nálægt því. Hvað bankastjóra í öðrum löndum varðar þá kíkti ég á laun fyrrum bankastjóra "Bank of America" en sá maður fékk árið 2007 tæpa milljón á hvern klukkutíma sé gert ráð fyrir átta tíma vinnudag.

Mér finnst það ekki óeðlilegt að stjórarnir fái há laun. Þeir hafa klifrað upp á toppinn með því að standa sig vel og enn standa þeir sig með prýði. Launin eru þeirra umbun fyrir hagnaðinn sem þeir skila sínum fyrirtækjum.

Ætlast fólk almennt til þess að bankastjórarnir lækki launin sín vegna þess að þau eru há? Sumir hefðu gott af því að setja sig í spor annarra. Þótt bankastjóri sé með tífalt hærri laun en meðalíslendingur þýðir það ekki að þeim beri að gera eitt né neitt til að réttlæta það. Fyrir Ghanverjum er hinn almenni borgari á Íslandi eins og bankastjóri fyrir okkur. Er ég þá skyldugur til að lækka launin mín?

Mér sýnist markmiðið með þessari frétt vera að búa til skandal í kringum örfáa einstaklinga og að búa til skandal á kostnað annarra finnst mér ljótur leikur.


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Mig langar að vita hvaða störf það eru hér á Íslandi sem eru með hærri laun og hvernig getur þú réttlætt það að meðan Háskólamenntað fólk t.d. fær útborguð laun rétt yfir 200.000 og verkafólk ennþá minna að þetta sé í lagi? Þetta er ekki að búa til skandall heldur að eru blöðin til að veita aðhald. Við getum ekki sætt okkur við að borga með sköttunum okkar þegar illa gengur og síðna hafa þeir bankastjóranna á ofurlaunum. Nei takk

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 7.3.2011 kl. 23:01

2 Smámynd: Ólafur Kjaran Árnason

Ég held að meginástæðan fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri hafa skipt sér af launum bankastjóranna sé sú að bankarnir starfa í skjóli ríkisábyrgðar. Ef þeir klúðra málunum, þá neyðist ríkissjóður til þess að bæta sparifjáreigendum tjónið. Þetta gildir ekki um venjuleg einkafyrirtæki, á borð við t.d. Össur, sem hefur verið í fréttum vegna svimandi hárra launa stjórnenda.

Annars er skiljanlegt að bankarnir séu reiðubúnir að borga háar fjárhæðir til þess að lokka til sín mestu snillingana. En það er ekki óeðlilegt að fólki velti þessu fyrir sér í ljósi þess t.d. að bankastjórarnir fyrir hrun fengu fúlgur fjár en tókst samt ekki betur en svo að þeir spiluðu rassinn úr buxunum, sendu skattborgurum reikninginn og fluttu lögheimili sitt til Tortola.

E.s. Dips á milljón á tímann! Myndi heldur ekki hata milljarð dollara á dag (sbr. George Soros 16. september 1992).

Ólafur Kjaran Árnason, 10.3.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband